Quantcast
Channel: DV.is - RSS straumur
Viewing all articles
Browse latest Browse all 10741

Karlmaður ákærður fyrir manndráp af gáleysi: Ók of hratt undir áhrifum lyfja

$
0
0

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hann er sakaður um að hafa valdið dauða karlmanns á sjötugsaldri með akstri sínum. Maðurinn er sakaður um að hafa valdið banaslysi en hann er sagður hafa ekið á allt að 162 kílómetrahraða á klukkustund undir áhrifum deyfandi lyfseðilsskyldum lyfjum.
RÚV greinir frá þessu. Slysið átti sér stað á Öxnadalsheiði í júní í fyrra. Þá var greint frá því að slysið hafi orðið með þeim hætti að ein bifreið var að taka fram úr annarri bifreið í þann mund sem lítil fólksflutningabifreið kom á móti.
Afleiðingarnar urðu þær að bifreiðin sem var að taka fram úr valt út af veginum en árekstur varð með hinum tveimur. Í rútunni voru 12 farþegar auk bílstjóra, í annarri bifreiðinni voru tveir aðilar og einn í hinni. Slysið var mjög alvarlegt og lést ökumaður annarrar bifreiðarinnar í slysinu sem fyrr segir.
Í frétt RÚV segir enn fremur að auk þessa að aka undir áhrifum lyfja var bifreið mannsins ekki í notkunarhæfu ástandi, með bremsubúnað í ólestri og án lögboðinna ökuljósa. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 10741