Athafnamaðurinn Kristján Ólason hefur verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum en honum er gefið að sök að hafa ekki gefið upp til skatts tugi milljóna króna. DV hefur áður fjallað um Kristján en í sumar var greint frá því að verktakafyrirtæki hans sem er starfrækt á að minnsta kosti fjórðu kennitölu hafi landað tveimur stórum verkefnum í útboðum Reykjavíkurborgar.
Sjá einnig: Umfangsmikil viðskipti Reykjavíkurborgar við kennitöluflakkara
Kristján er sakaður um að hafa brotið skattalög í rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur þar sem Kristján var framkvæmdastjóri. Meint brot áttu sér stað árið 2015. Samkvæmt ákæru er vangoldinn virðisaukaskattur Kristjáns á því ári tæplega 23 milljónir króna meðan vangoldin staðgreiðsla opinberra gjalda var ríflega 26 milljónir króna. Héraðssaksóknari fer fram á að Kristján verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Líkt og fyrr segir landaði Kristján tveimur stórum verkefnum frá Reykjavíkurborg nýlega. Annars vegar bygging nýrrar stúku við leikvöll Þróttar í Laugardalnum og hins vegarrúðuskipti í Klettaskóla. Áætlaður kostnaður við verkin er um 125 milljónir króna. Kristján er með slóð gjaldþrota í sinni viðskiptasög og greindi DV frá því júlí að skattrannsóknarstjóri rannsakaði meint brot í tengslum við rekstur fyrirtækjanna
↧
Kennitöluflakkarinn Kristján ákærður fyrir skattasvik en landar samt stórum verkefnum frá Reykjavíkurborg
↧